Skemmtikraftar á Hinsegin dögum

Á hverju ári kemur fram fjöldi skemmtikrafta á Hinsegin dögum. Ţar er bćđi um ađ rćđa listafólk sem sćkir um ađ fá ađ koma fram á hátíđinni og listafólk sem Hinsegin dagar óska eftir ađ komi fram.

 

Allir sem koma fram á Hinsegin dögum gera ţađ án endurgjalds. Hinsegin dagar greiđa skemmtikröftum ekki fyrir ađ koma fram, enda eru Hinsegin dagar sjálfbođaliđasamtök ţar sem enginn tekur laun fyrir undirbúning og skipulagingu hátíđarinnar.

 

Ţeir sem vilja koma fram á Hinsegin dögum ţurfa ađ sćkja um ţađ međ ţví ađ fylla út umsóknareyđublađ og senda ţađ okkur í síđasta lagi fyrir 1. mars ár hvert.

Dagskrárrit Hinsegin daga fer í vinnslu í marsmánuđi og ţeir sem ekki hafa sótt um fyrir lok mars eiga litla möguleika á ađ verđa hluti af Hinsegin dögum, vegna ţess ađ viđ viljum geta kynnt allt ţađ listafólk sem kemur fram á hátíđinni í dagskrárriti okkar.

Vistađu umsóknareyđublađiđ 
í tölvuna hjá ţér, gefđu ţví nafniđ á atriđi ţínu, fylltu ţađ út og sendu okkur.

Hinsegin dagar eru hátíđ samkynhneigđra, tvíkynhneigđra og transgender fólks. Ţeir skemmtikraftar sem tilheyra ţessum hópi fólks, eđa hafa innanborđs einhvern sem tilheyrir ţessum hópi eiga meiri möguleika á ađ trođa upp á Hinsegin dögum.

Hins vegar er ţađ ekki algild regla enda á hinsegin samfélagiđ marga vini og velunnara sem vilja leggja hátíđ okkar liđ eins og dćmin sanna undanfarin ár.
Hinsegin dagar áskilja sér rétt til ađ hafna öllum umsóknum sem berast um ađ koma fram á hátíđinni. Ár hvert sćkja mun fleiri um ađ skemmta á Hinsegin dögum en dagskrá hátíđarinnar rúmar.

Öll eintök af hljómplötum, geisladiskum, DVD diskum og myndböndum sem og prentađar útgáfur af upplýsingaefni sendist til:

Hinsegin dagar í Reykjavík
Pósthólf 80    
121 Reykjavík